Ganga til samstarfs við Hlíðarfjall alla leið

Efla á starfsemi Hlíðarfjalls allt árið um kring.
Efla á starfsemi Hlíðarfjalls allt árið um kring.

Bæjarráð Akureyrar hefur falið Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar að ganga til samstarfs við hópinn Hlíðarfjall alla leið um stofnun undirbúningsfélags sem mun vinna að undirbúningi og kostnaðargreiningu verkefnisins sem snýr að rekstri og uppbyggingu skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli.

Eins og Vikudagur hefur fjallað um var Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar (AFE) falið að auglýsa eftir áhugasömum aðilum til að taka að sér rekstur og uppbyggingu skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli með það að markmiði að auka aðsókn og efla þjónustu við bæjarbúa, íþróttaiðkendur og ferðamenn.

Hópurinn Hlíðarfjall alla leið er nýr hópur sem samanstendur af fimm fyrirtækjum, þar af fjórum á höfuðborgarsvæðinu og einu af Eyjafjarðarsvæðinu, auk Akureyrarbæjar. Hugmyndir hópsins ganga út á heilsársstarfsemi á skíðasvæðinu.

Nýjast