Edward H. Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri og sérfræðingur um ferðamál, gagnrýnir harðlega þá ákvörðun Akureyrarbæjar að heimila þyrluskíðaferðir á fólkvanginum í Glerárdal. Umhverfis- og mannvirkjaráð hefur veitt Umhverfisstofnun jákvæða umsögn vegna beiðni frá Bergmönnum ehf. um leyfi fyrir þyrluskíðaferðum í dalnum. Málið var rætt á síðasta bæjarstjórnarfundi þar sem skiptar skoðanir komu fram. Fulltrúi Vinstri-grænna í bæjarstjórn, Sóley Björk Stefánsdóttir, sagði umsögnina illa ígrundaða og vildi takmarka umferð véla inn í dalinn eins og kostur væri.
Nánar er fjallað um þetta mál í Vikudegi sem kom út í gær.