Gáfu eina milljón til búnaðarkaupa

Á myndinni eru  frá vinstri Helga Björg Jónasdóttir frá Oddfellowstúkunni Laufeyju, Þórdís Rósa Sigu…
Á myndinni eru frá vinstri Helga Björg Jónasdóttir frá Oddfellowstúkunni Laufeyju, Þórdís Rósa Sigurðardóttir verkefnastjóra heimahlynningar og Hildigunnur Svavarsdóttir forstjóri SAk. Á myndina vantar Guðnýju Friðriksdóttur framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá HSN. Mynd/SAk

Oddfellowstúkan Laufey nr 16, hefur afhent Sjúkrahúsinu á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Norðurlands eina milljón króna sem nota á til til búnaðarkaupa í húsnæði við Götu sólarinnar sem Minningar- og styrktarsjóður heimahlynningar afhenti stofununum fyrir skemmstu.

Hollvinir SAk hafa einnig gefið ýmis heimilistæki bæði stór og smá í húsnæðið. „Það er afar mikilvægt að geta búið húsnæðið vel bæði til að auðvelda þeim sem þar dvelja og ekki síður fyrir starfsfólk heimahlynningar, segir á vefsíðu SAk.

Húsið við Götu sólarinnar við Kjarnaskóg er ætlað fyrir ætlað fyrir einstaklinga sem af einhverjum ástæðum geta ekki dvalið heima og þurfa líknarþjónustu utan sjúkrahúss og þurfa umönnun heimahlynningar. Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk) og Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) munu reka húsnæðið í sameiningu.


Athugasemdir

Nýjast