Maðurinn var ölvaður og ók án ökuréttinda. Gaf hann lögreglu upp nafn eineggja tvíburabróður síns og framvísaði ökuskírteini hans. Málið komst upp þegar tvíburabróðurnum var boðið að ljúka málinu með greiðslu sektar og sviptingu ökuréttar. Manninum var gert að greiða 75 þúsund króna sekt til ríkissjóðs og tæplega 30 þúsund krónur í sakarkostað auk þess sem hann var sviptur ökurétti í þrjá mánuði.