Gaf upp nafn tvíburabróður síns eftir ölvunarakstur

Karlmaður  á þrítugsaldri hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í tveggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára.  Hann var ákærður fyrir ölvunarakstur og rangar sakargiftir.  Lögregla stöðvaði akstur mannsins í miðbæ Akureyrar á laugardagsmorgni í ágúst sl.  

Maðurinn var ölvaður og ók án ökuréttinda. Gaf hann lögreglu upp nafn eineggja tvíburabróður síns og framvísaði ökuskírteini hans.  Málið komst upp þegar tvíburabróðurnum var boðið að ljúka málinu með greiðslu sektar og sviptingu ökuréttar. Manninum var gert að greiða 75 þúsund króna sekt til ríkissjóðs og tæplega 30 þúsund krónur í sakarkostað auk þess sem hann var sviptur ökurétti í þrjá mánuði.

Nýjast