Gaf björgunarsveitinni Garðari færanlega rafmagnstöflu

Fulltrúar bjögunarsveitarinnar Garðars taka við rafmagnstöflunni. Frá vinstri: Guðmundur Vilhjálmsso…
Fulltrúar bjögunarsveitarinnar Garðars taka við rafmagnstöflunni. Frá vinstri: Guðmundur Vilhjálmsson, Birgir Mikaelsson, Ástþór Stefánsson og Júlíus Stefánsson. Mynd/ epe

Guðmundur Vilhjálmsson eigandi Garðvíkur ehf. á Húsavík kom færandi hendi rétt í þessu þegar hann afhenti björgunarsveitinni Garðari á Húsavík færanlega rafmagnstöflu að gjöf. Áður hafði hann fært björgunarsveitinni Hafliða á Þórshöfn samskonar gjöf.

Birgir Mikaelsson, formaður björgunarsveitarinnar veitti töflunni viðtöku, hann sagði að taflan ætti eftir að koma að góðum notum. „Hún mun meðal annars nýtast vel í stærri og lengri verkefnum sveitarinnar og þá tengjum við hana við rafstöð sem við eigum fyrir. Ég vil nota tækifærið og þakka Guðmundi kærlega fyrir velvildina. Stuðningur frá samfélaginu eins og Guðmundur sýnir okkur nú er gríðarlega mikilvægur,“ segir Birgir.

Garðar


Athugasemdir

Nýjast