Fyrstu skóflustungurnar teknar á nýju akstursíþróttasvæði BA

Kristján Möller samgönguráðherra, Hermann Jón Tómasson formaður bæjarráðs og Kristján Þ. Kristinsson formaður Bílaklúbbs Akureyrar tóku nú  fyrir stundu fyrstu skóflustungurnar á nýju landssvæði Bílablúbbsins, að viðstöddu fjölmenni. Í kjölfarið hófust jarðvegsframkvæmdir á svæðinu með stórvirkum vinnuvélum. Svæðið er rétt ofan Akureyrar og þar verður byggt upp akstursíþróttasvæði og ökugerði.  

Akureyrarbær úthlutaði félaginu þessu svæði fyrir akstursíþróttasvæði og ökugerði og er gert ráð fyrir því að fyrsti hluti þess verði kominn í rekstrarhæft form að ári liðnu. Bílaklúbbur Akureyrar fagnar nú 35 ára starfsafmæli sínu - en félagið var stofnað þann 27. maí 1974. Bílaklúbburinn hefur allt frá stofnun hans verið leiðandi afl í íslensku mótorsporti, haldið frá fyrsta ári veglega bílasýningu þann 17. júní ár hvert og síðast en ekki síst hefur félagið barist hart fyrir því að ná hraðakstri af götum bæjarins og inn á lokuð svæði.

Nýjast