08. janúar, 2009 - 21:03
Fréttir
Fyrstu hádegistónleikar Tónlistarfélags Akureyrar á nýju ári, fara fram í Ketilhúsinu á morgun föstudag og hefjast kl. 12.15
með dýrindis súpu. Fram koma; Helena Guðlaug Bjarnadóttir sópransöngkona, Una Björg Hjartardóttir þverflautuleikari, Ásdís
Arnardóttir sellóleikari og Guðný Erla Guðmundsdóttir semballeikari.
Þær flytja aríur eftir Luigi Cherubini, Georg Friedrich Händel og sir Henry Bishop. Tónlistarfélagið stendur fyrir þessum tónleikum í
samstarfi við veitiningastaðinn RUB 23.