Einar og Ómar lögðu upp frá áfyllingarstöð N1 við Bíldshöfða 2 sem er fyrsta fullbúna þjónustumiðstöðin fyrir metanbíla á Íslandi. Bíldshöfðastöðin þykir merkileg, því að hún er beintengd með röri út í Álfsnes og er hugsanlega eina fjölorkustöðin í heiminum þar sem fyllt er á bíla beint úr orkulindinni. Opnun fleiri stöðva er í bígerð og verða þær fyrirætlanir kynntar nánar á næstunni. Heiðursvörður nokkurra metanknúinna sorphirðubíla þeyttu flautur sínar þegar félagarnir lögðu af stað frá Bíldshöfða.
Nemendur breyttu bensínbíl í metanbíl
Hringurinn verður ekinn í bifreið af gerðinni Ford Pick-Up sem breytt var í Metan-bíl af nemendum í Borgarholtsskóla.
Bíllinn er með 210 hestafla vél og nær allt að 260 km hraða á klst. Ekki er þó áætlað að setja nein hraðamet í
ferðinni, heldur hyggjast þeir félagar Einar og Ómar taka því rólega og koma við í nokkrum sveitarfélögum á leið sinni um
landið og heilsa upp á fólk.
Metan bæði vistvænt, þjóðhagslega hagkvæmt og lyktarlaust
Eitt helsta markmiðið með hringferðinni er að vekja athygli á sparnaðinum sem fylgir notkun metans: „Hækkandi verði á hefðbundnu
bifreiðaeldsneyti hefur vakið aukna athygli á bifreiðum sem knúnar eru með metani, en verð á jafngildir því að greiddar væru
tæpar 84 kr. fyrir bensínlítrann. Það munar um minna," segir Einar Vilhjálmsson hjá Metan hf. Auk þess felist þjóðhagslegur
sparnaður í að nota íslenskt eldsneyti í stað innflutts. „Til dæmis má nefna að það þarf 113 metanbíla til að
blása út koltvísýringi á við einn bensínbíl." Einar segir að þó að enn sé óljóst hvaða orkugjafi
verði ofan á í framtíðinni þá séu metanbílar raunhæfur og hagkvæmur valkostur strax í dag, hvort heldur fyrir
umhverfismeðvitaða einstaklinga, fyrirtæki eða stofnanir.
„Og ólíkt því sem margir halda, þá er metan algjörlega lyktarlaust."
Iðnaðarráðherra ekur síðasta spölinn
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hyggst leggja þeim félögum lið með því að
setjast undir stýri á metanbílnum og aka síðasta spölinn til Reykjavíkur á sunnudag. Hún mun þá jafnframt geta vottað um
að, ólíkt mörgum öðrum umhverfisvænum bílum, þá eru akstureiginleikar metanbíla algjörlega sambærilegir við
bensínbíla. Gert er ráð fyrir að þau aki í hlað á Bíldshöfða 2, kl.16:00 á sunnudag
Góð reynsla af metani hjá sveitarfélögum
Á annað hundrað ökutækja hér á landi nýtir metan að hluta eða að öllu leyti. Meðal ökutækja sem ganga eingöngu fyrir metani eru 11 sorphirðubílar, 7 sendibílar og 2 gámaflutningabílar sem þjóna Reykjavíkurborg og 2 almenningsvagnar Strætó bs. Þátttakendur í metanverkefninu eru SORPA bs., Metan hf., Orkuveita Reykjavíkur sf., REI hf. og N1 hf. sem á og rekur metanstöðvarnar. Metanið er framleitt í Álfsnesi en þar er það unnið úr hauggasi sem verður til úr lífrænum úrgangi sem þar er urðaður.