Voigt Travel og Transavia eru mætt til Norðurlands á ný. Í morgun lenti fyrsta vél vetrarins með hollenska ferðamenn frá Amsterdam. Það verður líf og fjör í norðlenskri ferðaþjónustu næstu vikur og næsta víst að Norðlendingar taka vel á móti ferðamönnum eins og alltaf. Sömuleiðis gefst þeim tækifæri til að nýta flugferðirnir til Amsterdam!