Fyrsti samlestur á Chicago

Bjartmar Þórðarson og og Björgvin Franz á fyrsta samlestri. Myndir: Hilmar Friðjónsson.
Bjartmar Þórðarson og og Björgvin Franz á fyrsta samlestri. Myndir: Hilmar Friðjónsson.

Fyrsti samlestur á söngleiknum Chicago fór fram í Samkomuhúsinu í vikunni.

„Þetta var æðislegt, ótrúlega skemmtilegt og fyndið og það er valinn maður í hverju rúmi,“ segir Marta Nordal leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar og leikstjóri söngleiksins. 

Leikfélag Akureyrar frumsýnir Chicago í janúar 2023. Með helstu hlutverkin fara Jóhanna Guðrún, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Björgvin Franz Gíslason, Margrét Eir, Bjartmar Þórðarson og Arnþór Þórsteinsson.

Með önnur hlutverk fara Ahd Tamimi, Jónína Björt Gunnarsdóttir, Elma Rún Kristinsdóttir, Kata Vignisdóttir, Anita Þorsteinsdóttir og Molly Carol Birna Mitchell. Leikstjóri er, eins og áður segir, Marta Nordal. Um danshreyfingar sér Lee Proud, tónlistarstjóri er Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og um leikmynd sér Eva Signý Berger. 

Samlestur

Samlestur


Athugasemdir

Nýjast