Fyrsti áfangi viðbyggingar við Hrafnagilsskóla boðinn út

Hrafnagilsskóli viðbygging. mynd/esveit.is
Hrafnagilsskóli viðbygging. mynd/esveit.is

Sveitarfélagið Eyjafjarðarsveit hefur óskað eftir tilboðum í fyrsta áfanga viðbyggingar við Hrafnagilsskóla. Um er að ræða jarðvinnu, steypu sökkla og botnplötu ásamt lagnavinnu.

Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 30. apríl 2022.

Útboðsgögn verða afhent rafrænt frá og með mánudeginum 25.október 2021.

Tilboðin verða opnuð á skrifstofu VERKÍS á Akureyri þann
12. nóvember 2021 klukkan 11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

 


Athugasemdir

Nýjast