Fyrsta sólóplatan frá Helenu Eyjólfsdóttir
Ný plata frá söngkonunni ástsælu Helenu Eyjólfsdóttir er væntanleg í byrjun desember en þetta er í fyrsta sinn í 36 ár sem Helena syngur inn á plötu, eða síðan árið 1980. Þetta er jafnframt hennar fyrsta sólóplata. Vikudagur spjallaði við söngkonuna í tilefni útgáfunnar en nálgast má viðtalið í prentútgáfu blaðsins.