Fyrsta beina flugið síðan í mars í fyrra

Farþegar á Akureyrarflugvelli bíða þess að halda út til Tenerife. Þetta var fyrsta beina flugið frá …
Farþegar á Akureyrarflugvelli bíða þess að halda út til Tenerife. Þetta var fyrsta beina flugið frá því snemma í mars í fyrra. Mynd á facebooksíðu Akureyrarflugvallar.

 Fyrsta beina flugið frá Akureyri var í morgun þegar 180 manns fóru í beinu flugi til Tenerife. Hópurinn er væntanlegur heim aftur 27. október.

 „Það er að birta yfir þessu hjá okkur, en síðasta beina flugið frá Akureyri var 9. mars á síðasta ári, það eru því um eitt og hálft ár frá því síðasta var flogið beint héðan,“ segir Hólmgeir Þorsteinsson verkefnastjóri þjónustu hjá Isavia á Akureyrarflugvelli. „Þetta er kærkomið og við bindum vonir við að nú fari þetta að rúlla aftur.“

Hólmgeir segir að nú á næstu vikum séu á áætlun fjórar flugferðir frá Akureyrarflugvelli, þrjár til Tenerife, 30. og 31. október og 10. nóvember.  Þá er beint flug til Edenborgar 19. nóvember. Hólmgeir segir að til viðbótar séu ráðgerð tvö bein flug til Tenerife í janúar.


Athugasemdir

Nýjast