Fyrrverandi framkvæmda- stjóri LA ekki sakaður um að hafa dregið sér fé

Karl Guðmundsson verkefnastjóri hjá Akureyrarbæ og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri, sem gerðu úttekt á rekstri Leikfélags Akureyrar, hafa sent frá fyrir yfirlýsingu, þar sem fram kemur að í úttektinni fólst ekki ásökun um að Egill Arnar Sigurþórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins, hafi dregið að sér fé. Í úttektinni er sagt að Egill hafi blandað saman eigin fjárhag og fjárhag LA og að slíkt kunni aldrei góðri lukku að stýra.

Þetta gerði Egill með því að lána Leikfélaginu fjármuni og taka út fjármuni af reikningi félagsins. Sjálfsagt er að taka af öll tvímæli um þetta, segir í yfirlýsingu Karls og Jóns Braga.

Nýjast