Fyrirtækið atNorth óskar eftir lóð undir gagnaver

Fyrirtækið atNorth hefur lagt fram fyrirspurn um lóð við Hlíðarfjallsveg fyrir byggingu gagnavers. Óskar fyrirtækið eftir að fá úthlutað um 1 hektara lóð með forgangsrétti á nærliggjandi lóðum til stækkunar.

Umrætt svæði er skilgreint sem athafnasvæði, merkt AT16 og er ætlað undir hreinlega umhverfisvæna starfsemi. Athafnasvæðið er alls um 6,5 hektarar að stærð.

Skipulagsráð hefur fjallað um fyrirspurn atNorth og var sviðsstjóra falið að hefja vinnu við deiliskipulag sem nær til athafnasvæðis AT16 með það að markmiði að hægt verði að úthluta lóðum fyrir byggingu gagnavers.


Athugasemdir

Nýjast