Fylkir sigraði í Árbænum

Fylkir lagði Þór/KA að velli, 3:1, er liðin áttust við í Árbænum í kvöld í 12. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu. Fjolla Shala skoraði tvívegis fyrir Fylki og Heiða Antonsdóttir eitt mark. Mark Þórs/KA skoraði Manya Makoski. Þór/KA er áfram í þriðja sæti deildarinnar þrátt fyrir tapið í kvöld með 22 stig en Fylkir er komið í fimmta sætið með 17 stig.

Nýjast