Fylkir og Þór skildu jöfn

Fylkir og Þór gerðu 1:1 jafntefli í Árbænum í dag í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Sveinn Elías Jónsson kom Þór yfir á 8. mínútu en Albert Brynjar Ingason jafnaði metin fyrir Fylki þremur mínútum síðar og þar við sat. Þór hefur átta stig í níunda sæti deildarinnar en Fylkir hefur 14 stig í þriðja sæti.

Nýjast