Funi vill halda Landsmót hestamanna árið 2014

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar styður umsókn Funa um landsmót 2014.
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar styður umsókn Funa um landsmót 2014.

Á síðasta fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar var tekin fyrir beiðni  frá Hestmannafélaginu Funa um að sveitarfélagið tilnefni aðila úr sveitarstjórn til að kynna fyrir stjórnum Landsmóts hestamanna og Landssambands hestamanna það svæði sem þeir bjóða í umsókn sinni um Landsmót  2014. Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar styður umsókn Hestmannafélagsins Funa um landsmót á Melgerðismelum 2014. 

Þegar landsmót var haldið melunum 1998 studdi sveitarfélagið ásamt Akureyrarbæ myndarlega við uppbygginguna og er sveitarstjórn tilbúin til viðræðna um stuðning vegna næsta landsmóts á Melgerðismelum. Ákveðið var að óska eftir fundi með fulltrúum frá Funa og LH til að afla frekar upplýsinga. 

Nýjast