Fundur fólksins settur í Hofi

Fjöldi fólks var saman komin í Hofi í dag. Fundur fólksins heldur áfram á morgun, laugardag.
Fjöldi fólks var saman komin í Hofi í dag. Fundur fólksins heldur áfram á morgun, laugardag.
Fundur fólksins var settur nú í hádeginu í Hofi á Akureyri en þetta er í þriðja sinn sem hátíðin fer fram og jafnframt í fyrsta sinn haldin utan höfuðborgarsvæðisins. Britt Lundberg, forseti Norðurlandaráðs opnaði hátíðina að viðstöddu fjölmenni. Í fréttatilkynningu segir að góð aðsókn hafi verið á fyrstu fundi hátíðarinnar og er góð stemning meðal fundargesta. 
 
Í opnunarávarpi sínu lýsti Britt Lundberg yfir ánægju sinni með að hátíðin skuli haldin utan höfuðborgarinnar og þakkaði bænum fyrir að sýna þann metnað að setja upp hátíð sem þessa.
 
,,Í dag komum við hér saman til að styrkja undirstöður lýðræðisins. Fundur fólksins er umræðutorg þar sem við hlustum, og tölum við hvert annað af virðingu um málefni samfélagsins," sagði Þuríður Helga Kristjánsdóttir, verkefnastjóri hátíðarinnar við setningarathöfnina. Fjöldi ólíkra félagasamtaka á í samtali við gesti hátíðarinnar, m.a í formi sófaspjalls, umræðutorgs, fyrirlestra og pallborðsumræðna. Hátíðin heldur áfram á morgun, laugardaginn 9. september.


Fundur fólksins sækir innblástur sinn í sambærilegar hátíðir sem haldnar eru á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum. Hátíðinni er ætlað að virkja lýðræðisþátttöku almennings og skapa vettvang til þess að ræða málefni samfélagsins.


 

Nýjast