Fundað um Evrópumál á Akureyri

Fulltrúar Evrópusambandsins og Evrópustofu í heimsókn á Búgarði, þar sem þeir fengu kynningu á starf…
Fulltrúar Evrópusambandsins og Evrópustofu í heimsókn á Búgarði, þar sem þeir fengu kynningu á starfseminni.

Evrópustofa, upplýsingamiðstöð ESB á Íslandi, stóð fyrir opnum fundi um Evrópumál á Hótel Kea seinni partinn í dag og sóttu fundinn um 40 manns. Þar fjallaði Morten Jung, yfirmaður Íslandsmála hjá stækkunarskrifstofu ESB, og Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi, um stöðu mála innan Evrópusambandsins og gang aðildarviðræðna sambandsins við Ísland. Jafnframt kynnti framkvæmdastýra Evrópustofu, Birna Þórarinsdóttir, starfsemi upplýsingamiðstöðvar ESB á Íslandi. Að loknum framsögum svöruðu gestirnir spurningum fundarmanna. Fram kom í máli Birnu að unnið væri að því að koma upp starfsstöð Evrópustofu á Akureyri. Fundurinn á Akureyri er liður í áformum Evrópustofu að stuðla að aukinni umræðu, þekkingu og skilningi á eðli og starfsemi ESB. ,,Í því skyni ætlum við standa fyrir röð kynningar- og umræðufunda víðsvegar um landið á komandi vikum, enda er afar mikilvægt að fólki gefist tækifæri til að taka þátt í Evrópuumræðunni - óháð búsetu,” segir Birna. Fyrir fundinn á Kea heimsóttu gestirnir fyrirtæki og stofnanir á Akureyri.  

Nýjast