Fundað í kvöld um kjarasamninga

Samninganefnd Einingar-Iðju hefur verið boðuð á fund í kvöld til að fara yfir þá stöðu sem uppi er í samningamálunum. Horfur eru dökkar um að saman náist með aðilum varðandi launalið samninga og líklegt talið að ef  verkalýðshreyfingin gefi ekki eftir varðandi umsamdar launahækkanir muni Samtök atvinnulífsins segja upp gildandi kjarasamningi og verða þá samningar lausir.  Í gær var haldinn formannafundur Starfsgreinasambandsins þar sem kynnt var tilboð SA vegna framlengingar kjarasamninga og er ætlunin að kanna formlega afstöðu einstakra félaga á næstu dögum.  Á fundinum í gær kom fram að tilboð SA felur í sér tvískiptingu umsaminna launahækkana sem koma áttu til framkvæmda 1. mars þannig að helmingur, 6.750 kr. bætist við mánaðarlaun 1. júlí nk. og helmingur 1. nóvember nk. Ennfremur verði 3,5% hækkun á laun yfir launatöxtum frestað til 1. nóvember. Umsaminni launahækkun um næstu áramót verði jafnframt frestað fram á haust 2010.   

Nýjast