Karlakór Sjómannaskólans úr Tækniskólanum, vann Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór um síðustu helgi en Norðlendingar náðu einnig góðum árangri í keppninni að þessu sinni. Jóhann Freyr Óðinsson nemandi í Verkmenntaskólanum á Akureyri hafnaði í öðru sæti og Framhaldsskólinn á Húsavík varð í þriðja sæti. Söngkeppni framhaldsskólanna hefur verið haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri síðustu ár en keppnin var nú flutt til Reykjavíkur. Tólf skólar komust í úrslitakeppnina sl. laugardagskvöld en fyrir utan áðurnefnda þrjá efstu skóla, komust eftirtaldir skólar einnig í úrslit. Fjölbrautaskóli Suðurlands Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum, Kvennaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn í Kópavogi, Menntaskólinn á Ísafirði, Menntaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Verslunarskóli Íslands.