Frystitogarinn Frosti ÞH 229 frá Grenivík hefur verið seldur til Kanada og er skipið nú í slipp hjá Slippnum Akureyri, þar sem ýmsu viðhaldi verður sinnt fyrir brottför skipsins. Áætlað er að Frosti sigli frá Akureyri um miðjan mars en siglingin til Vancuver tekur um 45 daga. Kaupandi Frosta er fyrirtækið Select Seafood Canada Ltd. en það var skipasalan Álasund Shipbrokers Ltd sem að sá um söluna. Þetta kemur frá heimasíðu Þorgeirs Baldurssonar, thorgeirbald.123.is. Eigandi skipsins var Frosti ehf.