Frosti á Grenivík kaupir togarann Smáey VE

Frosti ÞH hefur verið seldur til Kanada og fengið nafnið Northern Alliance.
Frosti ÞH hefur verið seldur til Kanada og fengið nafnið Northern Alliance.

Frosti ehf. á Grenivík hefur fest kaup á Smáey VE 144, 200 brúttólesta ísfisktogara frá Vestmannaeyjum. Smáey mun leysa frystitogarann Frosta ÞH 229 af sem seldur var til Kanada í febrúar sl. Kaupandi Frosta er Select Seafood Canada Ltd. Frosti hefur fengið nafnið Northern Alliance og heimahöfn þess er í Vancouver. Reiknað er með að Frosti ÞH 229 sigli af stað þangað á næstu dögum en siglingin tekur um 45 daga. Áætlað er að Frosti ehf. fái Smáey afhenta 27. apríl nk. og mun hún fara á togveiðar, en aflaheimildir Frosta  ÞH 229 færast yfir á Smáey sem og stór hluti áhafnarinnar. Þetta kemur fram á vef Grýtubakkahrepps.

Nýjast