Frosti á Grenivík kaupir togarann Smáey VE

Smáey VE. Mynd af Grýtubakkahrepps.
Smáey VE. Mynd af Grýtubakkahrepps.

Frosti ehf. á Grenivík hefur fest kaup á Smáey VE 144, 200 brúttólesta ísfisktogara frá Vestmannaeyjum. Smáey mun leysa frystitogarann Frosta ÞH 229 af sem seldur var til Kanada í febrúar sl. Kaupandi Frosta er Select Seafood Canada Ltd. Frosti hefur fengið nafnið Northern Alliance og heimahöfn þess er í Vancouver. Reiknað er með að Frosti ÞH 229 sigli af stað þangað á næstu dögum en siglingin tekur um 45 daga. Áætlað er að Frosti ehf. fái Smáey afhenta 27. apríl nk. og mun hún fara á togveiðar, en aflaheimildir Frosta  ÞH 229 færast yfir á Smáey sem og stór hluti áhafnarinnar. Þetta kemur fram á vef Grýtubakkahrepps.

Nýjast