Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018 samþykktu frístundaráð og bæjarstjórn Akureyrar að hækka frístundastyrk til niðurgreiðslu á æfinga- og þátttökugjöldum barna og unglinga á Akureyri. Styrkurinn hækkar úr 20.000 kr. í 30.000 kr. frá og með 1. janúar 2018. Styrkurinn gildir fyrir börn á aldrinum 6-17 ára. Frístundastyrkurinn hefur nú þrefaldast frá árinu 2014 eða sem nemur 67%, er fram kemur á vef Akureyrarbæjar.
Frá árinu 2006 hefur Akureyrarbær veitt styrk til allra barna og unglinga á Akureyri til niðurgreiðslu þátttökugjalda hjá íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsfélögum á Akureyri. Árið 2018 gildir styrkurinn fyrir börn fædd árið 2001 til og með 2012. Frístundastyrkurinn gildir frá 1. janúar til 31. desember ár hvert.