Frístundastyrkur hækkar á Akureyri
Frístundastyrkur hjá Akureyrarbæ hækkar í 20 þúsund krónur þann 1. janúar 2017 og er það hækkun um
fjögur þúsund krónur á milli ára. Frá árinu 2014 hefur frístundastyrkurinn hækkað um tíu þúsund krónur.
Akureyrarbær hefur veitt styrk til allra barna og unglinga á Akureyri frá árinu 2006 til niðurgreiðslu þátttökugjalda hjá íþrótta, tómstunda og
æskulýðsfélögum. Styrkurinn tekur gildi árið sem barnið verður 6 ára og fellur úr gildi árið sem unglingurinn
verður 18 ára.
Íþrótta, tómstunda og æskulýðsfélögin veita aðstoð og upplýsingar um skráningu, greiðslu og notkun frístundastyrks hjá hverju félagi fyrir sig.
Frístundastyrkurinn gildir frá 1. janúar til 31. desember ár hvert.