Frímann kokkur sýnir í Netagerðinni á Mærudögum

Frímann Sveinsson með eitt verka sinna í fanginu.
Frímann Sveinsson með eitt verka sinna í fanginu.

Það er hefð fyrir myndlistarsýningu í Netagerðinni á Húsavík á Mærudögum og þar hefur Ingvar Þorvaldsson hreiðrað um sig með myndir sínar undanfarin ár. Ingvar mætir hinsvegar ekki á svæðið að þessu sinni, en áfram verður myndlistarsýning í Netagerðinni á Mærudögum.

Þar sýnir sem sé Frímann Sveinsson matreiðslumeistari sín ágætu verk laugardaginn 23. júlí.  Á sýningunni verða  30 til 40  vatnslitamyndir,  flestar málaðar á þessu ári. Frímann hefur sótt fjölda námskeiða í vatnslitamálun og haldið margar  sýningar á undanförnum árum á Húsavík og víðar.

Sýningin er opin frá kl. 13.00 og fram eftir degi. JS

 

Nýjast