Friðrik Ómar slaufar jólatónleikunum

Ekkert verður af jólatónleikum Friðriks Ómars, Heima um jólin, sem áttu að fara fram í desember í Hofi á Akureyri. Friðrik Ómar tilkynnir þetta á Facebooksíðu sinni í dag og segir þetta óhjákvæmilegt. 
 
„Það er ljóst að ekkert verður af jólatónleikunum mínum, Heima um jólin, þetta árið. Þetta er óhjákvæmilegt í ljósi aðstæðna og ekkert við þessu að gera nema bara að hefja undirbúning fyrir næsta ár. En að því sögðu lofa ég því að ég mun blása í alla lúðra í desember að ári, bæði á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu.
 
Takk allir sem voru búnir að kaupa sér miða og fyrir stuðninginn í gegnum árin. Það verður ærið verkefni að greiða miðana til baka svo ég vona að þið sýnið starfsfólki Hofs skilning og biðlund. Allir kaupendur munu fá netpóst með nánari upplýsingum innan skamms. Ég óska ykkur alls hins besta og hlakka til að sjá ykkur sem fyrst á tónleikum. Baráttukveðjur! Friðrik Ómar", skrifar söngvarinn.

Athugasemdir

Nýjast