Friðarhlaupið kemur til Akureyrar á morgun
KA-svæðið kl.10.30. Friðarhlaupararnir veita Hrefnu Gunnhildi Torfadóttir, formanni KA, samfélagsverðlaunin, Kyndilberi friðar, fyrir þrotlaust starf í þágu betra samfélags á sviði kennslu og félagsmála. Hrefna hefur jafnframt verið einn helsti stuðningsmaður Friðarhlaupsins frá upphafi þess 1987. Meðal annarra sem hlotið hafa verðlaunin; Kyndilberi friðar, má nefna Carl Lewis og Vigdísi Finnbogadóttur.
KA-svæðið kl.10.40. Torfi Leósson, skipuleggjandi Friðarhlaupsins, mun freista þess að sýna að hann hafi engu gleymt síðan hann vann gullverðlaun á ESSO mótinu 1990 sem varamarkvörður í C-liði KA og býður öllum krökkunum að skjóta á mark samtímis. Verður hann einn til varnar.
Bakkahlíð sambýli kl.11.30.Íbúar á sambýli eldri borgara í Bakkahlíð munu taka á móti Friðarhlaupinu.
Þórssvæðið kl.12.00. Krakkar á leikjanámskeiðum og æfingum Þórs taka á móti Friðarhlaupinu.
Friðarhlaupið - World Harmony Run er alþjóðlegt kyndilboðhlaup. Tilgangur hlaupsins er að efla frið, vináttu og skilning. Friðarfrömuðurinn Sri Chinmoy stofnaði Friðarhlaupið árið 1987 og hefur nú verið hlaupið í rúmlega 100 löndum síðustu 24 árin. Í ár verður hlaupið hringinn í kringum Ísland, 5.-22. júlí, en þá munu 20 hlauparar frá 13 þjóðlöndum hlaupa með Friðarkyndilinn.
Heimasíða hlaupsins er: http://vikudagur.is/www.worldharmonyrun.org