Friðað hús í miðbæ Akureyrar verður gistiheimili
Geir Gíslason framkvæmdastjóri Akureyri Backpackers og einn eigenda, segir stefnt að því að hefja vinnu við endurbætur á húsnæðinu á næstu misserum, eða þegar tilskilin leyfi hafa fengist en endurbæturnar verða í höndum fyrirtækisins. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er um 160 milljónir króna en samið hefur verið MP banka um fjármögnun. Hafnarstræti 98 hefur staðið autt í nokkur ár en það var byggt árið 1923 og var ytra útlit þess friðað árið 2007. "Þetta er mjög spennandi, ég hlakka til að komast í vinnugallann og taka þátt í þessu verkefni. Að auki verður gríðarlega gaman að færa aftur líf í þetta fallega hús í miðbæ Akureyrar," segir Geir. Nánar er fjallað um málið í Vikudegi í dag.