Framsýn gefur Félagi eldri borgara eina milljón

Hafliði Jósteinsson fulltrúi Félags eldri borgara tók við gjöfinni ú hendi Aðalsteins formanns Framsýnar og þakkaði vel fyrir sig og félagið. Hann sagði gjöfina koma að mjög góðum notum en unnið væri að því að skapa eldri borgurum á svæðinu viðunandi félagsaðstöðu á Húsavík. Þessa fallega mynd var fengin af vef Framsýnar.
Aðalfundur Framsýnar fór fram á miðvikudagskvöldið, þar var mættur Hafliði Jósteinsson fyrir hönd Félags eldri borgara á Húsavík og nágrenni. Hann veitti viðtöku veglegri gjöf Framsýnar vegna kaupa félagsins á félagsaðstöðu að Garðarsbraut 44 á Húsavík, neðri hæð og kjallara eins og dagskrain.is hefur áður fjallað um.
Það var formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson sem afhenti gjöfina, 1.000.000 króna og óskaði um leið Félagi eldri borgara til hamingju með húsnæðið og „frumkvæði félagsins að skapa eldri borgurum félagsaðstöðu í skapandi starfi til framtíðar sem margir hverjir væru félagsmenn í Framsýn.“ /epe.