Megin breytingin er fólgin í því að samningsbundin vísitöluhækkun er felld úr gildi og framlög til samningsins lækka um 500 þúsund krónur á árinu 2010 og um eina milljón króna á árinu 2011. Þá er ákveðið að samningslok verði í árslok 2011. Stjórn Akureyrarstofu felst á breytingarnar fyrir sitt leyti en viðauki við samninginn fer fyrir bæjarráð til endanlegrar staðfestingar.