Áætlað er endurbótum við Sundlaug Akureyrar ljúki endanlega í næsta mánuði. Vinna við potta og fosslaug er enn í vinnslu en vonast er til að þær framkvæmdir klárist í mars.
Framkvæmdir við sundlaugina hófust í október 2016. Um er að ræða framkvæmdir við þrjár rennibrautir, stigahús, stækkun á lendingarlaug, fjölnotaklefa, kaldan pott, tæknirými auk ýmissa viðhaldsverkefna sem kominn var tími á.
Ekki hefur bæst við kostnaðinn undanfarið og því áætlað að endanlegur kostnaður verði tæpar 400 milljónir, sem er tvöfalt hærri upphæð en áætlað var í fyrstu. Viðbótarframkvæmdir skýra þessa hækkun.