Framkvæmdir við flughlað á Akureyrarflugvelli að hefjast

Akureyrarflugvöllur. Mynd/Hörður Geirsson.
Akureyrarflugvöllur. Mynd/Hörður Geirsson.

Framkvæmdir við fyrsta áfanga flughlaðs á Akureyrarflugvelli hefjast í vikunni þegar byrjað verður á færslu olíutanka og uppsetning nýrrar rotþróar. Einnig er verið að undirbúa að yfirfara hönnunargögn á seinni áföngum á flughlaðinu. Stækka á flughlaðið á Akureyrarflugvelli til að koma á móts við aukin umsvif og öryggi vallarins.

Þá er áætlun að hefja viðbyggingu við flug­stöðina á Ak­ur­eyr­arflug­velli ásamt hönn­un breyt­inga á nú­ver­andi flug­stöð til að mæta auk­inni þörf vegna milli­landa­flugs. Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia,segir í svari við fyrirspurn blaðsins að vonandi verði hægt að bjóða byggingu flugstöðvarinnar út í febrúar á næsta ári, „en það veltur á fjárveitingum til verksins,“ segir Sigrún.

Mark­mið fram­kvæmd­anna er að bæta aðstöðu og þjón­ustu við flug­f­arþega. Viðbygg­ing­in verður 1.000 fer­metra stál­grind­ar­hús fyr­ir milli­landa­flug og aðlög­un nú­ver­andi flug­stöðvar að breyttri notk­un.

 

 


Athugasemdir

Nýjast