FRAMKVÆMDIR VIÐ DROTTNINGARBRAUTARREIT

Nú eru hafnar framkvæmdir við lagna- og gatnagerð á svæðinu sunnan Bautans sem oft er kallað Drottningarbrautarreitur. Á framkvæmdatímanum mun bílastæðum fækka umtalsvert og malbikuðu stæðunum verður lokað í vikunni til að tryggja öryggi á vinnusvæðinu.

Stefnt er að því að framkvæmdum ljúki í lok júlí 2016.

Í tilkynningu á vef Akureyrarbæjar kemur fram að hægt sé að nýta bílastæðin við Samkomuhúsið og í Strandgötu á meðan framkvæmdir standa yfir. Í tilkynningunni er jafnframt beðist velvirðingar á þeim óþægindum sem þessar framkvæmdir kunna að valda. /epe

Nýjast