framkvæmdir standa yfir í Sundlaug Akureyrar í blíðunni
Í dag er sannkölluð bongóblíða í höfuðstað Norðurlands og margir sem vildu kæla sig í veðurblíðunni í sundlaug Akureyrar urðu fyrir vonbrigðum. Viðgerð á sundlauginni hefur staðið yfir frá byrjun maí og stendur enn yfir. Syðri laugin er enn lokuð en hún er kaldari laugin. Sundlaugagestir grípa þó ekki alveg í tómt því þeir geta notast við aðra hlýrri laug. Þá er Grettiskerfið svokallaða, stærsti heiti potturinn lokaður vegna viðhalds.
Ekki er ljóst hvenær viðgerðum lýkur en vonast er til að það verði innan skamms. /epe.