Framkvæmdir hafnar í Daggarlundi á Akureyri
Framkvæmdir í Daggarlundi og Brálundi á Akureyri eru hafnar. Það eru framkvæmdadeild og Norðurorka sem standa fyrir verkinu en um er að
ræða jarðvegsskipti og lagningu fráveitu- og vatnslagna í Daggarlund og í Brálund að hluta. Heildarlengd gatna er um 200 m og skal verkinu skal að
fullu lokið fyrir 15. september nk.
Daggarlundur er ný gata milli Miðhúsabrautar og Eikarlundar en þar hafa verið auglýstar 16 einbýlishúsalóðir. Brálundur á að tengja Miðhúsabraut og Skógarlund. Aðeins er búið að úthluta einni lóð við Daggarlund af þessum 16 en með því að gera götuna er vonast til að áhugi fyrir lóðunum aukist. Gert er ráð fyrir að lóðirnar verði byggingarhæfar í byrjun október nk.
Það er fyrirtækið GV gröfur sem sér um framkvæmdina en það átti lægsta tilboð í verkið útboði á dögunum. Fyrirtækið bauð rúmar 28,6 milljónir króna, eða um 77% af kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á rúmar 37,2 milljónir króna.