Framkvæmdir á íþróttamannvirkjum Akureyrabæjar
Nú standa yfir framkvæmdir við nokkur af íþróttamannvirkjum Akureyarbæjar. Má þar nefna að verið er að skipta um dúk í nýrra og stærra sundlaugarkarinu í Sundlaug Akureyrar og er áætlað að framkvæmdum ljúki í þessari viku. Vinna er hafin við að skipta um gervigras í Boganum en það verk mun klárast í byrjun október.
Þá má geta þess að framkvæmdir í Skautahöllinni sem hófust í mars eru komnar á lokastig og er stefnt að opnun í september. Loks er framkvæmdum í Íþróttahúsi Naustaskóla nánast lokið og unnið að frágangi og húsið verður tekið í notkun í þessum mánuði.