Framkvæmdaleyfi vegna Vaðlaheiðarheiðarganga samþykkt í Þingeyjarsveit

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti á fundi sínum í dag framkvæmdaleyfi vegna Vaðlaheiðarganga og var sveitarstjóra falið að gefa það út enda verði gengið frá samningum um greiðslu fyrir leyfið. Skipulags- og umhverfisnefnd hafði áður tekið drögin til umfjöllunar og lagði til við sveitarstjórn að þau verði samþykkt með þeim fyrirvörum sem fram koma.  

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps fjallaði um umsókn Vegagerðarinnar fyrir hönd Vaðlaheiðarganga hf. um framkvæmdaleyfi vegna Vaðlaheiðarganga á fundi sínum í síðustu viku. Drög að framkvæmdaleyfi voru lögð fram til umræðu en í fundargerð kemur fram að sveitarstjórn  standi frammi fyrir því að lagaleg óvissa ríki um það hvort henni er heimilt að gefa út framkvæmdaleyfi án þess að umráðaheimild Vegagerðarinnar yfir landinu liggi fyrir. Viss óvissa um málsmeðferð skapast einnig af því að ný skipulagslög hafa tekið gildi en engin reglugerð hefur verið sett til að skýra framkvæmd þeirra. Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps samþykkti að fela sveitarstjóra að afla álits skipulagsstofnunar og hlutlauss lögfræðings með góða þekkingu á framkvæmdaleyfismálum á því hvenær henni sé heimilt að gefa út framkvæmdaleyfi. Á fundi sveitarstjórnar var jafnframt farið var yfir þær upplýsingar sem aflað hefur verið vegna umsóknar Vegagerðarinnar fyrir hönd Vaðlaheiðarganga hf. um framkvæmdaleyfi vegna ganga undir Vaðlaheiði.

Nýjast