Samþykkt skipulagsnefndar var til umfjöllunar á fundi bæjarstórnar í vikunni. Þar bar bæjarstjóri fram tillögu um breytingu á texta, þ.e. að í stað "bráðabirgðaundanþága" komi " tímabundin undanþága" og var það samþykkt. Bæjarstjórn samþykkti tillögu skipulagsnefndar með framangreindri textabreytingu með 11 samhljóða atkvæðum.
Almennir byggingarskilmálar - tímabundið ákvæði
Á síðasta fundi skipulagsnefndar lagði skipulagsstjóri fram tillögu að breytingu til bráðabirgða á hluta greinar 5.0 í
almennum byggingarskilmálum vegna ástands í þjóðfélaginu. Núverandi hluti hljóðar svo: Eigi síðar en 18 mánuðum
eftir veitingu byggingarleyfis skal lóðarhafi hafa gert hús og bílgeymslu fokhelt og frágengið að utan, jafnað og grætt lóð og gengið
frá lóðarmörkum. Tillaga að breytingu til bráðabirgða hljóði svo: Eigi síðar en 30 mánuðum eftir veitingu nýrra
byggingarleyfa og eigi síðar en 36 mánuðum eftir veitingu áður útgefinna byggingarleyfa, miðað við dagsetningu samþykktar þessarar,
skal lóðarhafi hafa gert hús og bílgeymslu fokhelt og frágengið að utan, jafnað og grætt lóð og gengið frá
lóðarmörkum.
Skipulagsnefnd samþykkit að leggja til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og gildi í eitt ár. Á fundi
bæjarstjórnar bar bæjarstjóri fram tillögu um breytingu á texta, þ.e. að í stað "bráðabirgðaákvæði"
komi "tímabundið ákvæði" og var það samþykkt.
Bæjarstjórn samþykkti tillögu skipulagsnefndar með framangreindri textabreytingu með 11 samhljóða atkvæðum.