Framhaldsstofnfundur flugklasans Air 66N
Framhaldsstofnfundur flugklasans Air 66N verður haldinn í Hofi á Akureyri 21. október nk. kl. 13 15. Allir sem hagsmuni hafa af beinu millilandaflugi til Norðurlands eru hvattir til að mæta til fundarins og leggja þessu mikilvæga málefni lið. Staðan í þessu mikilvæga máli sem getur, ef allt gengur upp, haft mjög jákvæð áhrif á sölu Íslandsferða á komandi árum og aukið arðsemi greinarinnar.
Ferðaheildsalar um allt land eru hvattir til að kynna sér klasann og gerast beinir þáttakendur í verkefninu með eigin hagsmuni og hagsmuni íslenskrar ferðaþjónustu að leiðarljósi.
Dagskrá:
- Air 66N, millilandaflug um Akureyrarflugvöll, Arnheiður Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri Air 66N, Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi
- Vöruþróunarverkefni í gangi, Sigrún Hlín Sigurðardóttir, þróunarstjóri markaðsmála innanlands, Ferðamálastofu
- Markaðssetning með ferðasöluaðilum, Davíð Jóhannsson, verkefnisstjóri markaðssóknar í Suður og Mið-Evrópu, Íslandsstofu
- Mikilvægi samstarfs við flugfélög, Guðný María Jóhannsdóttir, viðskiptaþróun, Isavia
Fundarstjóri er Ásbjörn Björgvinsson, framkvæmdastjóri Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi.
Air 66N er samstarfsverkefni fyrirtækja í ferðaþjónustu, sveitarfélaga, stofnana og annarra hagsmunaaðila. Air 66N er leiðandi í að markaðssetja Norðurland sem nýjan áfangastað fyrir millilandaflug allt árið með það að markmiði að fjölga ferðamönnum og lengja dvöl þeirra. Hægt er að skrá þátttöku á arnheidur@nordurland.is eða í síma 460 5733.