Framhaldsskólinn á Laugum er hástökkvari ársins!

Laugar í Reykjadal eru gamalgróði menntasetur. Mynd JS
Laugar í Reykjadal eru gamalgróði menntasetur. Mynd JS

SFR stéttarfélag kynnti nýverið niðurstöður úr könnuninni um Stofnun ársins, sem nú var gerð  ellefta árið í röð. Könnunin, sem er ein sú stærsta sinnar tegundar á landinu, er unnin af Gallup í samstarfi við VR, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og Fjármála - og efnahagsráðuneytið. Val á Stofnun ársins er byggt á svörum tæplega 8.000 starfsmanna hjá ríki og sjálfseignarstofnunum sem starfa hjá 142 stofnunum.

Stofnanir ársins 2016 eru þrjár, ein úr hverjum stærðarflokki. Ríkisskattstjóri er Stofnun ársins annað árið í röð, í flokki stórra stofnana sem hafa 50 starfsmenn eða fleiri.

Menntaskólinn á Tröllaskaga er Stofnun ársins einnig annað ári í röð, í flokki meðalstórra stofnana þar sem starfsmenn eru 20-49 talsins.

Sú stofnun sem hækkar sig hlutfallslega mest á milli ára hlýtur jafnan sérstök verðlaun enda það oftast merki um að jákvæðar breytingar hafa orðið innan stofnunarinnar eða sérstakt átak verið gert í mannauðsmálum sem skilar sér í aukinni ánægju starfsmanna. Hástökkvari ársins að þessu sinni var Framhaldsskólinn á Laugum í Reykjadal sem hækkaði sig heldur betur á milli ára, eða um 65 sæti!

„Þökk sé öllu því stórkostlega fólki sem vinnur við þessa stofnun. Ég er MJÖG stoltur af þessum hópi.“ Sagði Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólameistari á Laugum. JS

Nýjast