Fram lagði KA/Þór með níu marka mun

Martha Hermannsdóttir skoraði 8 mörk í dag fyrir KA/Þór.
Martha Hermannsdóttir skoraði 8 mörk í dag fyrir KA/Þór.

Fram hafði betur gegn KA/Þór í dag er liðin mættust í Framhúsinu í N1-deild kvenna í handbolta. Fram sigraði örugglega með níu marka mun, 32-23, en heimaliðið var fimm mörk yfir í hálfleik, 18-13. Stella Sigurðardóttir skoraði 10 mörk fyrir Fram og Elísabet Gunnarsdóttir 8 mörk. Hjá KA/Þór var Martha Hermannsdóttir markahæst með 8 mörk. KA/Þór hefur tvö stig eftir þrjá leiki en Fram sex stig eftir fjóra leiki og tyllir sér í það minnsta tímabundið upp að hlið efstu liða.

Nýjast