Fram hélt sigurgöngunni áfram-Annað tap Akureyrar í röð

Bjarni Fritzson var atkvæðamikill hjá Akureyri í kvöld.
Bjarni Fritzson var atkvæðamikill hjá Akureyri í kvöld.

Fram hélt sigurgöngu sinn áfram í N1-deild karla í handbolta í kvöld er liðið lagði Akureyri að velli, 31-27, í Framhúsinu í kvöld. Staðan í hálfleik var jöfn, 16-16. Fram hefur fullt hús stiga með 6 stig á toppnum eftir þrjá leiki en Akureyri hefur tvö stig en þetta var annað tap norðanmanna í röð. Akureyri var betra liðið í fyrri hálfleik en Fram seig framúr fljótalega í seinni hálfleik og vann sanngjarnan sigur.

Norðanmenn mættu þunnskipaðir til leiks og mikið munaði um þá Heimi Örn Árnason fyrirliða og Hörð Fannar Sigþórsson. Akureyri byrjaði hins vegar leikinn vel og hafði yfirhöndina framan af. Eftir tíu mínútur höfðu norðanmenn 6-3 forystu og hafði yfir 13-10 eftir tuttugu mínútna leik. Framarar fóru að sækja í sig veðrið og þegar flautað var til hálfleiks var staðan jöfn, 16-16.

Akureyri komst í 19-17 í upphafi síðari hálfleiks en heimamenn voru aldrei langt undan og breyttu stöðunni í 22-19 sér í hag með góðum leikkafla. Magnús Gunnar Erlendsson fór að taka við sér í markinu og reyndist norðanmönnum erfiður síðustu mínúturnar.

Um miðjan síðari hálfleikinn var staðan 26-22 fyrir Fram en tvö hraðaupphlaups mörk frá Oddi Gretarssyni breyttu stöðunni í 26-24. Akureyri fékk svo tækifæri í tvígang að minnka muninn niður í eitt mark. Guðmundur Hólmar Helgason átti ótímabært og lélegt skot sem Magnús Gunnar í marki Fram varði og í Bergvin Gíslason klikkaði svo í hraðaupphlauði í næstu sókn. Þetta var dýrt fyrir norðanmenn því Akureyringar voru á þessum tímapunkti að snúa leiknum sér í hag.

Þess í stað náðu Framarar aftur þriggja marka forystu og innbyrtu að lokum fjögurra marka sigur, 31-27.

Mörk Fram: Róbert Aron Hostert 8, Sigurður Eggertsson 6, Jóhann Gunnar Einarsson 4, Ægir Hrafn Jónsson 3, Einar Rafn Eiðsson 3/1, Halldór Jóhann Sigfússon 2, Ingimundur Ingimundarson 2, Matthías Berhöj Daðason 1, Stefán Baldvin Stefánsson 1, Jóhann Karl Reynisson 1.
Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 12, Sebastían Alexandersson 2.

Mörk Akureyrar: Oddur Gretarsson 8/3, Bjarni Fritzson 7, Guðmundur Hólmar Helgason 4, Geir Guðmundsson 3, Guðlaugur Arnarsson 3, Hlynur Elmar Matthíasson 1, Bergvin Gíslason 1.
Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 9.

Nýjast