Miðvikudaginn 23. ágúst fór fram afhending viðurkenninga fræðsluráðs Akureyrarbæjar til nemenda og kennara leik- og grunnskóla bæjarins sem þóttu hafa skarað fram úr eða sýnt góðar framfarir við nám og störf á síðasta skólaári. Alls fengu 11 nemendur grunnskóla viðurkenningar og 6 starfsmenn leik-og grunnskóla. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.
Formaður fræðslusviðs, Soffía Vagnsdóttir, bauð gesti velkomna og Dagbjört Pálsdóttir, formaður fræðslurráðs, afhenti rósir og viðurkenningarskjöl. Í lok dagskrár var öllum viðstöddum boðið að þiggja veitingar. Mikilvægt er að veita því athygli sem vel er gert í skólastarfi og hvetja fólk til enn frekari dáða.