Mannréttindi samkynhneigðra voru til umræðu á fundi samfélags- og mannréttindaráðs Akureyri í gær. Þóroddur Bjarnason prófessor við Háskólann á Akureyri kynnti niðurstöður rannsóknar sinnar á sjálfsvígshugleiðingum og sjálfsvígstilraunum samkynhneigðra unglinga. Gréta Kristjánsdóttir forvarnafulltrúi, María Ólafsdóttir og Alexandra Embla Buch frá Hinsegin Norðurlandi voru gestir fundarins undir þessum lið. Samfélags- og mannréttindaráð samþykkti að markviss fræðsla um samkynhneigð verði hluti af forvarnafræðslu sem boðið er upp á í grunnskólum bæjarins. Forvarnafulltrúa var falið að vinna að undirbúningi málsins.