Frábær árangur UMSE á MÍ

Lið UMSE varð stigahæsta félagið á Meistaramóti Íslands 11- 14 ára í frjálsum íþróttum sem haldið var um helgina á Höfn í Hornarfirði. Félagið hlaut alls 489,3 stig á mótinu og sigraði með afgerandi hætti en alls kepptu 29 krakkar frá UMSE á mótinu.

Einnig urðu 11 ára stelpur og 12 ára stelpur stigameistarar í sínum aldursflokkum. Þá urðu 13 ára piltar og 13 ára telpur í öðru sæti í stigakeppninni og 14 ára piltar í 3. sæti. Þetta verður að teljast frábær árangur hjá þessu efnilega frjáls íþróttafólki.

Nýjast