Tónlistarfélag Akureyrar hefur nýtt ár með föstudagsfreistingum 8. janúar kl 12 í Hömrum í Hofi. Tónleikarnir bera yfirskriftina In Contra en á þeim mun Pamela de Sensi flautuleikari leika á allar tegundir flauta, allt frá kontrabassaflautu til piccoloflautu. Júlíana Rún Indriðadóttir leikur með á píanó. Kontrabassaflautan er sú eina sinnar tegundar hér á landi svo vitað sé. Efnisskráin spannar tónlist með jazzívafi og tónlist með margs konar effektum fyrir hljóðfærin. Miðaverð er 2000 krónur. Hægt er að panta veitingar á 1862 Nordic Bistro fyrir tónleika og snæða á Bistro eftir tónleikana.