Forseti Íslands opnar ráðstefnu á Akureyri um norðlægar slóðir
Á morgun og föstudag verður haldin ráðstefna Háskólanum á Akureyri undir yfirskriftinni Climate Change in Northern Territories. Sharing Experiences, Exploring New Methods and Assessing Socio-Economic Impacts eða Umhverfisbreytingar á norðlægum slóðum. Ráðstefnan er haldin í samvinnu Evrópuverkefnisins ESPON-ENECOM sem Háskólinn á Akureyri er aðili að og Rannsóknarþings Norðursins
Alls verða um 60 erindi flutt á ráðstefnunni í fjölda málstofa. Búast má við um 100 þátttakendum. Alls verða fræðimenn við Háskólann á Akureyri með 14 erindi. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson opnar ráðstefnuna.